12/12/2022

Almenn fræðsla um parket

Það eru til margir valmöguleikar þegar það kemur að því að velja parket. Hvernig parket á ég að fá mér?  Oft er spurt, á ég að fá mér massíft eða spónlagt, niðurlímt eða fljótandi?

Hver er munurinn á þessu?

Massíft parket er gegnheill viður og töluvert dýrari kostur en spónlagt efni. Spónlagt parket er parket sem er límt á krossvið en lítur út alveg eins og geggnheill viður, en er líka ódýrari kostur. Þú sérð ekki mun á því þegar það er búið að leggja það og ganga frá því. Nema þú sérð það bara á veskinu þínu því að þú sparar þér mikið af pening með því að fá þér spónlagt.

Niðurlímt eða fljótandi?

Niðurlímt þýðir að þú límir parketið á gólfið og færð þá mikla hljóðdempun í íbúðina, það verður ekki tómahljóð sem myndast undir parketinu og gerir það að verkum að það glamrar ekki í gólfinu. En það er dýrara að velja þennan möguleika. Ef þú býrð í fjölbýli þá verður að líma hljóðdúk á gólfið, sem parketið er svo límt á.

Kíktu á meira fræðsluefni

svipað efni